Auglýsing

Leitað er að erlendum ferðamanni við gosstöðvarnar

Erlendur ferðamaður varð viðskila við eiginkonu sína við gos­stöðvarnar við Fagra­dals­fjall, um miðjan dag í gær.

Leit bar engan árangur í nótt en þyrla landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni.

Gunnari Schram, yfir­lög­reglu­þjóni lög­reglunnar á Suður­nesjum, segir í samtali við Vísi að búið sé að kemba allt svæðið í kring um hraunið síðan maðurinn týndist.

„Jú, við teljum okkur vera búin að því og eftir að það létti núna í morgun þá hefur þyrlan verið að fara aftur yfir það svæði. En leitar­skil­yrðin voru ekki góð í nótt, lág­skýjað og þoka.“

Er nú aðallega leitað í kringum svæðið skammt norður af Stóra Hrúti, en þar sást síðast til mannsins í gær.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing