Leitin að Jólastjörnunni er hafin!

Skráning er hafin í Jóla­stjörn­una 2021. Sjón­varp Sím­ans, mbl.is, Góa, Fjarðar­kaup og Sena Live standa fyr­ir þess­ari söng­keppni fyr­ir ungra snill­inga sem nú er hald­in tíunda árið í röð. Sig­ur­veg­ar­inn kem­ur fram í Laugardalshöllinni með ara­grúa af stjörn­um laugardaginn 18. des­em­ber á stór­tón­leik­un­um Jóla­gest­ir Björg­vins.

Þátt­tak­end­ur syngja lag að eig­in vali og senda hlekk á mynd­bands­upp­töku af söngn­um.
Dóm­nefnd vel­ur þá 12 söngv­ara sem skara fram úr og verða þeir boðaðir í pruf­ur sem munu skera úr um hver verður Jóla­stjarn­an 2021. Sjón­varp Sím­ans ger­ir sér­staka þáttaröð um allt ferlið og verða þrír þætt­ir sýnd­ir seinni hluta nóv­em­ber og byrj­un des­em­ber. Í fyrstu tveim­ur koma kepp­end­urn­ir tólf í pruf­ur og í þeim þriðja er sig­ur­veg­ar­inn af­hjúpaður.

Innsendingar


Ein­göngu er tekið við mynd­bönd­um sem vistaðar eru á síðunni youtu­be.com. Kepp­end­ur senda þá hlekk á mynd­bandið í um­sókn­inni og láta leyni­orð fylgja ef þess þarf.
Laga­val er al­gjör­lega frjálst;lagið sem sungið er má vera eft­ir hvern sem er, af hvaða teg­und sem er og á hvaða tungu­máli sem hver og einn vill. Það má vera jóla­lag en þarf þess ekki. Þátt­tak­end­ur ráða því að auki hvort þeir syngi við und­ir­spil eður ei.

Skrán­ingu lýk­ur á miðnætti fimmtudaginn 14. októ­ber. Tólf krakk­ar verða í kjöl­farið boðaðir í pruf­ur og sig­ur­veg­ar­inn verður svo af­hjúpaður í lokaþætti Jóla­stjörn­unn­ar hjá Sjón­varpi Sím­ans.

Ald­urstak­mark: 14 ára og yngri. Allir þátttakendur þurfa leyfi forráðamanna.

Taka þátt

Auglýsing

læk

Instagram