Líklegt að upphaf brunans megi rekja til rafmagnshlaupahjóls

Eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi við Bríetartún í Reykjavík í gærkvöldi.

Mikið tjón varð af brunanum en engin slys urðu á fólki. Í samtali við fréttastofu rúv sagði Bjarni Ingimarsson, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, að líklega megi rekja upptök brunans til rafmagnshlaupahjóls.

Talið er að rafhlaða, sem notuð var til að hlaða umrætt hlaupahjól, hafi ofhitnað og sprungið.

Auglýsing

læk

Instagram