LOKUN – Glópagull : Þjóðsaga

Lokahóf / Finissage 
 
GLÓPAGULL : ÞJÓÐSAGA
Eftir listakonuna Steinunni Gunnlaugsdóttur. 
Midpunkt – artspace;  Hamraborg 22.
Laugardaginn 9. maí milli 14 – 17. 
Sýningin samanstendur af tveimur sjálfstæðum verkum sem tengjast í gegnum ólík en skyld vísindaleg ferli sem fara fram á hríðdimmri heiði í grennd við mannabyggðir.
Fangað ósýnilegt afl flæðir um strengi,
lúðrar vísinda blása til nýrrar galdraveislu,
menn umvafðir strengjum,
kveða á niður óvær tröll,
upp dælt – niður dælt,
myrkt bergið opnast,
hringrásin lekur,
strengur leikur lausum hala – þrengir að.
Um listamanninn:
Steinunn Gunnlaugsdóttir fæddist á Íslandi árið 1983. Hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2008 og tók þátt í opnu listnámi á mastersstigi í menningarstofnuninni Ashkal Alwan í Beirút, Líbanon, veturinn 2013-2014. Hún vinnur þvert á miðla og gerir skúlptúra, myndbönd, hljóðverk, teikningar, gjörninga og innsetningar.
Auglýsing

læk

Instagram