Lukkulegur miðaeigandi fékk 2,5 milljónir

Auglýsing

Alls skipta 3.272 miðaeigendur með sér tæpum 103 milljónum í skattfrjálsa vinninga í maíútdrætti hjá Happdrætti Háskólans.
Má þar helst nefna að lukkulegur trompmiðaeigandi fékk 500þúsund króna vinning og fimmfaldar upphæðina og fær því 2,5 milljónir í sinn hlut. Sjö miðaeigendur fengu milljón og fimmtán fengu hálfa milljón.
Fjórfaldur pottur í Milljónaveltunni gekk ekki út og verður hann því fimmfaldur í júní og 50 milljónir í pottinum.
„Happdrætti Háskólans óskar landsmönnum öllum gleðilegs sumars og óskar um leið vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og gleðst yfir því að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum,“ segir í tilkynningu frá happdrættinum.
Hér má sjá vinningaskrá gærkvöldsins:
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram