Maður á fertugsaldri í öndunarvél

Á upplýsingafundi almannavarna í dag greindi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, frá því að einstaklingur hafi verið lagður inn á gjörgæsludeild Landspítalans í dag. Sjúklingurinn, sem er á fertugsaldri, er í öndunarvél.

„Það er augljóslega áhyggjuefni í dag að við erum að sjá fjölgun í tilfellum frá því í gær, ég held að maður gæti sagt að þessi faraldur sem hefur verið í gangi sé í vexti,“ sagði Þórólfur.

Hann telur ólíklegt að veiran sé að veikjast, eins og sumir hafa talið, og telur að við séum að fara að sjá alvarleg veikindi líkt og síðastliðinn vetur.

Sau­tján greindust með inn­­­­lend kórónu­veiru­­­­smit síðasta sólar­hringinn en það eru flest smit sem greinst hafa á einum sólarhring síðan 9. apríl en þá greindust 27 einstaklingar með veiruna.

Auglýsing

læk

Instagram