Maður stunginn í Vallahverfi í Hafnarfirði

[the_ad_group id="3076"]

Um klukkan 01:30 í nótt fékk lögreglan tilkynningu um óeðlilegar mannaferðir í fjölbýlishúsi í Vallahverfi í Hafnarfirði.

Þegar lögregla kom á staðinn fann hún þar karlmann með stungusár en hann hafði flúið árásaraðilann inn í húsið.

Maðurinn er ekki talinn í lífshættu en hann var fluttur í sjúkrahús til aðhlynningar. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

Auglýsing

læk

Instagram