Maðurinn sem lést í Sundhöll Reykjavíkur

Maðurinn sem lést eftir að hann fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn hét Guðni Pét­ur Guðna­son og var 31 árs. Hann læt­ur eft­ir sig for­eldra og tvo bræður. Þessu var greint frá í fréttum stöðvar 2 í gærkvöldi.

Guðni Pétur starfaði sem stuðnings­full­trúi og var með geðfatlaðan ein­stak­ling í liðveislu þegar and­látið átti sér stað. Ekki er vitað hvað olli andlátinu en talið er að hann hafi legið á botni laugarinnar í 6 mínútur áður en hann fannst.

 

Auglýsing

læk

Instagram