Manni bjargað af litlum fiskibát

Sjómanni á litlum fiskibát var komið til bjargar í nótt, rétt norðan við Voga á Vatnsleysuströnd. Bátinn, sem var aflvana, rak hratt að landi og tókst björgunarsveitum á Suðurnesjum ásamt togaranum Sóley Sigurjóns GK að koma taug í bátinn og draga hann frá þessum hræðilegu aðstæðum. Þetta kemur fram á vef Rúv

Vegna sjólags og vinnu við að draga taugar á milli báta var maðurinn á fiskibátnum orðinn örmagna og var því ákveðið að senda mann um borð til að aðstoða hann þar til í land yrði komið. Var farið með bátinn til Hafnarfjarðar og voru björgunarsveitarmenn að koma í hús um klukkan hálf sjö í morgun.

Hér að neðan má sjá myndskeið frá björgunaraðgerðum.

Auglýsing

læk

Instagram