Meghan og Harry settust niður með Oprah:„Ég vildi ekki lifa lengur“

Í nótt var sjón­varpsþáttur Opruh Win­frey sýndur á CBS , þar sem hún tók tilfinningaþrungið viðtal við hertogahjónin Harry og Meghan.

Meghan opnaði sig upp á gátt í viðtalinu og sagði meðal annars að lífið innan bresku krúnunnar hefði á tímabili verið það erfitt að hún „hafi ekki viljað lifa lengur„. Hún hafi beðið um hjálp en enga hjálp fengið.

Hún segir að lágpunktinum hafi verið náð þegar ónefndur aðili innan fjölskyldunnar hafi spurt Harry hversu dökk húðin á syni þeirra, Archie, yrði. En móðir Meghan er þeldökk og pabbi hennar er hvítur.

Hjónin fluttu til Kaliforníu í mars í fyrra, eftir að þau stigu til hliðar frá konunglegum skyldum sínum, og í síðasta mánuði var tilkynnt að þau myndu ekki snúa til baka sem opinberir meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar. Í viðtalinu segir Harry að pabbi hans, Charles bretaprins, hafi hætt að svara símtölum frá honum eftir að Harry tilkynnti honum að þau myndu stíga til hliðar.

Viðtalið er um tveggja klukkustunda langt og fara þau yfir kynþáttafordóma sem Meghan upplifði innan krúnunnar, andlega heilsu, samband þeirra við fjölmiðla og fleira. Þau greindu einnig frá kyni ófædds barns þeirra, sem er stúlka.

Auglýsing

læk

Instagram