Philip prins er látinn

Eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar, Philip prins, lést í morgun í Windsor-kastala. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungshöllinni.

Heilsu Philip, sem var 99 ára gamall, hafði hrakað mikið síðustu ár og steig hann til hliðar frá konunglegum skyldum sínum árið 2017.

Þau hjónin áttu fjögur uppkomin börn saman:  Charles prins, Önnu prinsessu, Andrew prins og Edward prins.

It is with deep sorrow that Her Majesty The Queen has announced the death of her beloved husband, His Royal Highness The…

Posted by The Royal Family on Föstudagur, 9. apríl 2021

Auglýsing

læk

Instagram