Auglýsing

„Mín fyrstu viðbrögð eru auðvitað bara, mér finnst þetta ógeðslegt“

Tónlistarmaðurinn Logi Pedro settist í stólinn hjá Sigmari Guðmundssyni í þættinum Okkar á milli á Rúv í gærkvöldi og áttu þeir áhugavert spjall. Logi hefur meðal annars látið til sín taka í umræðu um rasisma og kynþáttahyggju hér á Íslandi.

„Mín fyrstu viðbrögð eru auðvitað bara, mér finnst þetta ógeðslegt og alveg bara hryllilegt að sjá þetta. Ég veit ekki í hvaða umhverfi þetta varð til hjá Geir en eina sem er hægt að gera í þessu var auðvitað bara að gangast við þessum mistökum og bara afgreiða það þannig,“  segir Logi um rasíska grein sem Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, skrifaði sem ungur maður í MR.

„Í öllum þessum umræðum sem eru að snerta á þessum málum þá er það oftast bara nóg að gera upp söguna og gangast við því að þarna voru gerð mistök, þetta er ekki maðurinn sem ég hef að geyma og ég vona að það hafi sést, eins og Geir segir.“ 

Hér má sjá viðtalið í heild sinni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing