https://www.xxzza1.com

„Ég hef þurft að berjast við tárin í skýrslutöku fyrir dómi. En ef þetta hætti alveg að hafa áhrif á mann ætti maður að pakka saman“

Kolbrún Benediktsdóttir var í stólnum hjá Sigmari Guðmundssyni í þættinum Okkar á milli sem sýndur var á Rúv á þriðjudagskvöldið.

Hún þarf í starfi sínu oft að vinna í mjög erfiðum málum og er í miklu návígi við skuggalegustu hliðar lífsins. Það er henni þungbært að þurfa að kynna sér og horfa á barnaníð til þess að ákvarða refsingu á vörslu þess og hlýða á aðstandendur og þolendur þess lýsa skelfilegum reynslum.

„Þetta er bara viðbjóðslegt. Ég held að margir hafi mynd af því að þetta sé svona ljósblátt Lolitu-klám þar sem sjáist í brjóst en þetta er alls ekki svona. Þetta eru viðbjóðsleg brot sem verið er að fremja gegn mjög ungum börnum,“ segir Kolbrún.

„Ég hef þurft að berjast við tárin í skýrslutöku fyrir dómi. En ef þetta hætti alveg að hafa áhrif á mann ætti maður að pakka saman.“

Hér má sjá og heyra viðtalið við Kolbrúnu í heild sinni.

Auglýsing

læk

Instagram