Auglýsing

Minnir á fantasíuferðalag frá níunda áratugnum

MAMMÚT gefur út smáskífuna ‘Prince’ í dag, en laginu lýsa þau sem leikandi indí-goth með hljóðheim sem minnir á fantasíuferðalag frá níunda áratugnum. Lagið er að finna á tilvonandi plötu þeirra, Ride The Fire, sem kemur út 23.október næstkomandi. Platan er tekin upp af Árna Hjörvari úr hljómsveitinni The Vaccines, en hann ljáir einmitt ‘Prince’ ómþýða barítónrödd sína.

Katrína Mogensen, söngkona MAMMÚT segir að ‘Prince’ hafi orðið til snemma í upptökuferlinu en þau hafi haldið að það myndi aldrei enda á plötunni: „Þegar við vorum hinsvegar að leggja lokahönd á upptökurnar þá lifnaði það skyndilega við og varð mikilvægur partur af henni. Prince varð því til á hárréttu augnabliki á algjörlega áreynslulausan hátt.“

Prince fylgir eftir lögunum ‘Sun and Me’ og ‘Fire’ sem komu út í síðasta mánuði, en sú smáskífa var einnig gefin út á 7″ vínyl í takmörkuðu upplagi í gegnum heimasíðu MAMMÚT og í öllum betri plötubúðum, en aðeins eru örfá eintök eftir af henni. Myndefni vínylsins eru dúkristur eftir Ásu Dýradóttur bassaleikara hljómsveitarinnar, hannað og silkiprentað af hljómsveitarmeðlimum. Mynd eftir Sögu Sig prýðir bakhliðina.

Hér fyrir neðan má hlusta á nýja lagið ‘Prince’:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing