Nafn mannsins sem lést í húsbílabrunanum á föstudag

Lögregla hefur nú gefið út tilkynningu með nafni mannsins sem lést í húsbílsbrunanum í landi Torf­astaða í Grafn­ingi í Árnes­sýslu á föstudag. Hann hét Einar Jónsson og var 38 ára að aldri. Í tilkynningu frá lögreglu segir:

Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur, með rannsókn sinni, staðfest að líkamsleifar manns sem lést í bruna í húsbíl í landi Torfastaða í Grafningi séu af Einari Jónssyni sem fæddur var þann 21. ágúst 1982.   Einar var með lögheimili að Akraseli 5 í Reykjavík.  Hann var ókvæntur og barnlaus.

Beðið er eftir endanlegri niðurstöðu rannsókna sem og niðurstöðu tæknideildar um eldsupptökin.

Auglýsing

læk

Instagram