Auglýsing

Nýr kebab staður opnar á Akureyri

Kjúklingastaðurinn Taste sem var til húsa að Skipagötu í miðbæ Akureyrar hefur verið lokað og mun nýr staður með nýjum eiganda opna í næstu viku í sama húsnæði.Þetta kemur fram á norðlenska vefnum Kaffið.is.

Nýi staðurinn, sem heitir Kurdo Kebab, mun eins og nafnið gefur til kynna selja kebab og annan arabískan mat eins og shawrama, falafel. Þá munu pítsur einnig verða á boðstólnum.

Rahim Rostami er maðurinn á bak við staðinn en hann er íranskur Kúrdi og hefur búið hér á landi í um tvö ár.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing