Auglýsing

Nýtt diplómanám við Háskólann á Bifröst

Mörgu ungu fólki finnst erfitt að velja sér nám að loknu stúdentsprófi. Sum velja að bíða eitt ár með að fara í nám og reyna fyrir sig á vinnumarkaði. Önnur hafa lagt land undir fót og farið í heimsreisu eða styttri ferðalög. Hvorug þessara leiða er beinlínis greið um þessar mundir, þótt vissulega sé farið að hilla undir lok heimsfaraldursins.

Svarið við þessu getur verið að taka diplómu á grunnstigi háskólanáms, þ.e. ársnám sem leiðir til gráðu en getur um leið nýst sem aðfari að batchelor-gráðu. Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst býður í haust upp á nýtt diplómanám í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði, HHS. Diplóman er byggð á BA-námi í sömu grein og hefur að markmiði að búa nemendur undir framhaldsnám og þátttöku á atvinnumarkaði jafnt innlanlands sem á alþjóðlegum vettvangi.

Í HHS fléttast saman þrjár grunngreinar hug- og félagsvísinda sem yfirleitt eru kenndar hver í sínu lagi. Með því að nýta aðferðir og innsýn þessara þriggja greina saman, verður til óvenjulegt og innihaldsríkt nám sem gerir nemendum mögulegt að skilja hvernig ólík sjónarhorn fræðanna geta unnið saman. Diplóma í HHS er leið til þess að auka þekkingu sína og víkka sýn. Diplóman er góður grunnur fyrir hvaða nám sem er en einnig er hægt að halda náminu áfram við Háskólann á Bifröst og ljúka BA-gráðu í HHS.

Bifröst er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á nám í HHS. Þessi námsleið er sniðin að breskri fyrirmynd og nýtur hún virðingar og vinsælda víða um heim. Námið miðar að því að veita víðtæka og fjölþætta þekkingu á gangverki nútímasamfélags auk þess að efla gagnrýna hugsun og búa einstaklinga undir krefjandi störf á vinnumarkaði og virka þátttöku í þjóðfélagsumræðu.

Diplóman í HHS er ein þriggja diplóma á grunnstigi sem boðið er upp á í félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst en þar er einnig hægt að taka diplómu í opinberri stjórnsýslu og skapandi greinum.

 Nánari upplýsingar veita:

Njörður Sigurjónsson, deildarforseti félagsvísindadeildar                  njordur@bifrost.is             

Magnús Skjöld, dósent í félagsvísindadeild                                        magnus@bifrost.is             

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing