Of Monsters And Men aflýstu tónleikum sökum neyðartilfellis

Auglýsing

Hljómsveitin Of Monsters And Men þurftu að aflýsa tónleikum sínum í Bangkok um helgina sökum “medical emergency” eða bráðaveikinda/alvarlegs neyðartilfellis. Þetta kom fram á vef albumm.is

Söngkona sveitarinnar, Nanna Bryndís, sendi frá sér myndband á Instagram síðunni Ofmonstersandmenarmy og virtist hún mjög miður sín. Þar biður hún aðdáendur sveitarinnar innilegrar afsökunar.

Hljómsveitin átti einnig að koma fram í Hong Kong þann 14. janúar en það er einnig búið að aflýsa þeim tónleikum. Ekki er vitað hvað það er nákvæmlega sem veldur þessu.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið frá Nönnu:

View this post on Instagram

😔

A post shared by Of Monsters and Men Army (@ofmonstersandmenarmy) on

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram