Opnun á sýningunni „I am thinking about sitting down on the ground – tales of/on/with MotherLands“

Listamaðurinn og hönnuðurinn Elín Margot (FR/IS) kannar möguleikana sem felast í mat, endurhugsar gjörðina að borða í samhengi við kyn, menningu og kyngervi, í samstarfi með matreiðslumanninum og hönnuðinum Kjartan Óla Guðmundssyni, sem sérhæfir sig í notkun og möguleikum örvera í mat.

Patricia Carolina (MX) vinnur með tengingar vatns, merkingu heimilislífsins, gljúpleikann, og lekann, til að fylgjast með flæðinu. Hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2019 og er nú í MFA námi við Oslo National Academy of the Arts.

Salt Collective er samstarf Juliönu Foronda (CA/PHL) og Ievu Grigelionyte (LI), en þær starfa í Bretlandi og listrænt samstarf þeirra byggir á mat og gestrisni. Salt Collective var stofnað sumarið 2020, og hefur unnið með matvæli, og gjörðina að deila matvælum til að skapa umræðu um matarpólitík og skapa samfélag.

Sýningarstjórinn og höfundurinn Ana Victoria Bruno (ARG/IT) er sérlega áhugasöm um mennsk og ómennsk ferðlög og flutninga, alþjóðavæðingu, eftir-nýlenduhyggju, persónulegar og sögulegar tengingar með plöntum og nátturu, sem og þeirra atbeini.

„Verið innilega velkomin á „I am thinking about sitting down on the ground – tales of/on/with MotherLands“, sýningu með verkum eftir salt collective, Elínu Margot og Patriciu Carolina. Sýningin kannar samstarf þvert á tegundir, kvenleika og flakk. Rannsóknin snýr að persónulegri og menningarlegri tengingu okkar við landið, fýsnir, frjósemi og gljúpleika“ segir í tilkynningu.

********OPNUN Laugardaginn 19. júní 14:00 – 17:00*********

Auglýsing

læk

Instagram