Pabbi skoðar heiminn:„Ég er bara logandi hræddur!“

Pabbi skoðar heiminn er skemmtilegur og einlægur ferðaþáttur þar sem fylgst er með feðgunum Sverri Friþjófssyni og Sverri Sverrissyni, betur þekktur sem Sveppi, ferðast hringinn í kringum hnöttinn.

Þeir skoða meðal annars píramídana í Egyptalandi, fara á skíði innanhús í Dubai, heimsækja Taj Mahal á Indlandi, fara á djammið í Bangkok, borða eitraðan fisk í Tokyo, kafa á Honolulu og bruna yfir eyðamörk á blæjubíl í Bandaríkjunum. Á ferðalaginu kynnast áhorfendur feðgunum og enn fremur ná feðgarnir að kynnast hvor öðrum betur.

 

Auglýsing

læk

Instagram