Rændi bensínstöð og flúði vettvang á rafskútu

Einn var handtekinn eftir þjófnað og líkamsárás á bensínstöð í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Hann flúði á rafskútu en lögreglan fann hann síðar um kvöldið þar sem hann reyndi að yfirgefa verslun út á Granda með fulla körfu af vörum, án þess að hafa greitt fyrir varninginn. Þar hafði starfsfólk reynt að stöðva manninn en hann réðst á það við afskiptin.

Á milli þessarra tveggja atvika hafði maðurinn lent í útistöðum við leigubílsstjóra út á Granda eftir að hann neitaði að borga fyrir farið. Hann mun hafa hótað leigubílstjóranum en var flúinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Maðurinn fékk að gista í fangageymslu lögreglu.

Auglýsing

læk

Instagram