Rafræn kennsla í Hí

Í tilkynningu sem Jón Atli Bene­dikts­son rektor Há­skóla Íslands, sendi til nem­enda og starfsfólks í gær, segir að kennsla skólans haustið 2020 verði skipulög sem rafræn kennsla.

Þá geti kennslan með stuttum fyrirvara orðið að fullu rafræn ef forsendur breytast. Á sama tíma verður þó leitað leiða við að nýta stofur skólans til staðkennslu eftir því sem kostur er.

„Kæru nem­end­ur og sam­starfs­fólk.

Nú fer kennsla senn að hefjast ásamt öðru starfi Há­skól­ans á öll­um fræðasviðum. Það er vanda­samt verk að skipu­leggja skólastarf á slík­um óvissu­tím­um þar sem for­send­ur geta breyst með skömm­um fyr­ir­vara.

Mark­mið okk­ar er að skipu­leggja skóla­starfið þannig að það hald­ist óslitið þrátt fyr­ir skyndi­leg­ar breyt­ing­ar en einnig að það sé eins eðli­legt og kost­ur er. Þetta þýðir að kennsla við Há­skóla Íslands haustið 2020 verður skipu­lögð sem ra­f­ræn kennsla  – og geti með stutt­um fyr­ir­vara orðið að fullu ra­f­ræn breyt­ist for­send­ur – en á sama tíma verður leitað leiða við að nýta stof­ur skól­ans til staðkennslu eft­ir því sem kost­ur er miðað við aðstæður.

Há­skól­inn er op­inn stúd­ent­um og starfs­fólki en lýt­ur gild­andi sótt­varn­a­regl­um. Yf­ir­völd hafa rýmkað heim­ild­ir skóla til að nýta stof­ur til staðkennslu, að þar sé miðað við 1 m milli ein­stak­linga en ekki 2 m eins og al­mennt gild­ir. Áfram gild­ir að ef óvíst er hvort hægt sé að virða fjar­lægðar­tak­mark­an­ir ber að nota and­lits­grím­ur og miðað er við há­mark 100 full­orðinna í sama rými.

Við nýt­ingu á stofu­rými Há­skól­ans til staðkennslu verður eft­ir­far­andi haft að leiðarljósi:

  • Þarf­ir ný­nema verða sett­ar í for­gang við skipu­lagn­ingu staðkennslu/​út­hlut­un stofu­rým­is.
  • Leit­ast verður við að all­ir nem­end­ur við Há­skóla Íslands fái staðkennslu að ein­hverju marki á haust­miss­eri (t.d. umræðutíma, verk­lega og klín­íska kennslu) eft­ir því sem aðstæður leyfa og þörf er á.
  • Fyr­ir­lestr­ar sem fara fram í stof­um skól­ans verði eft­ir því sem kost­ur er ým­ist streymt eða tekn­ir upp og birt­ir í Can­vas. Enn frem­ur eru kenn­ar­ar hvatt­ir til að birta styttri kennslu­mynd­bönd þar sem það á við.
  • Skipu­lag staðkennslu er á for­ræði deilda/​náms­brauta og fræðasviða.
  • Deild­ir og kenn­ar­ar munu í þess­ari viku og næstu út­færa til­hög­un kennslu í sam­ræmi við þess­ar tak­mark­an­ir og að hvaða leyti verður hægt að nýta stof­ur til staðkennslu. Nem­end­um er því bent á að fylgj­ast með til­kynn­ing­um frá deild og kenn­ur­um nám­skeiða.“
Auglýsing

læk

Instagram