Ragga Ragnars missti málið þegar hún hitti DiCaprio: „Ég var með plaköt af honum uppi á vegg“

Sunddrottningin úr Garðabæ sem lagði hettuna á hilluna og sló í gegn í sjónvarpsþáttunum Vikings, Ragga Ragnars, er í viðtali hjá Götustrákunum á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Þar segir hún frá hinum ýmsu ævintýrum sem hún hefur upplifað að undanförnu en Ragga einblínir nú á leikarastörf og það gengur vel.

Hún segir DiCaprio ekki vera „eðlilegan“ mann – því fer fjarri. Hann sé með einhverja sérstaka áru í kringum sig.

„Ég verð rosalega sjaldan „starstruck“ en ég hef alveg orðið það. Þegar ég hitti Leonardo DiCaprio í fyrsta skiptið þá var ég „starstruck“ og ég kom ekki upp orði. Ég var að reyna að segja „Hi, how is it going?“ – en í annað skiptið sem ég hitti hann þá gat ég tekið í hendina á honum og heilsað honum,“ segir Ragga og hlær.

Var mikill aðdáandi á yngri árum

Hollywood-stjörnuna hafði Ragga hitt í gegnum sameiginlega vini þegar hún stundaði nám úti í Los Angeles. Hún segir DiCaprio ekki vera „eðlilegan“ mann – því fer fjarri.

„Hann er allt annað en venjulegur gaur. Fyrst þegar ég hitti hann þá var hann að taka upp Revenant og var með skeggið og hárið og var bara ekki eins og hann var þegar maður hugsar um hann. Það var bara svona ára í kringum hann. Hann er bara öðruvísi – einhver X-Factor,“ segir Ragga sem viðurkennir að hafa verið með plaköt af Leonardo DiCaprio hengd upp á vegg þegar hún var yngri að árum.

„Hann var uppi á vegg hjá mér þegar ég var 13-14 ára. Titanic og Romeo & Juliet. Ég var fan með plakötin uppi á vegg með Leo þannig að þegar ég hitti hann í fyrsta skiptið var bara ekki annað í boði en að verða pínu „starstruck.“

Hvað eru Götustrákar?

Vinirnir Aron Mímir Gylfason og Bjarki Viðarsson eru mennirnir sem standa á bakvið hinn umdeilda hlaðvarpsþátt Götustrákar sem hægt er að nálgast á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Aron og Bjarki voru báðir virkir þátttakendur í undirheimum Reykjavíkur þangað til þeir ákváðu að snúa lífi sínu við og eru nú á beinu brautinni, báðir edrú og aðstoða nú aðra við að hætta að nota fíkniefni með aðstoð 12 spora samtaka hér á Íslandi.

„Við viljum með þættinum okkar veita „venjulegu fólki“ innsýn inn í þennan ljóta og miskunnarlausa heim og þá viljum við líka geta aðstoðað fólk, og þá sérstaklega foreldra, hvernig hægt er að koma auga á neyslu barna þeirra, koma í veg fyrir hana eða aðstoða þau. Hægt er að hafa samband við okkur með því að senda tölvupóst á gotustrakar@brotkast.is

Þátturinn ólæstur í fullri lengd á netinu

Hér fyrir neðan eru tvö myndskeið frá YouTube en það fyrsta er brot úr viðtalinu hjá strákunum þar sem þeir ræða Leonardo DiCaprio við Röggu en hitt myndskeiðið er þátturinn í fullri lengd – frír á Youtube. Ef þú vilt hlusta á fleiri viðtöl sem strákarnir hafa tekið þá skaltu skunda inn á vefsíðu hlaðvarpsveitunnar Brotkast.

Missti málið þegar hún hitti DiCaprio

Þátturinn í fullri lengd hjá Götustrákunum.

Auglýsing

læk

Instagram