Reyndi að nema á brott sjö ára stúlku

Auglýsing

Í gærkvöldi reyndi maður að nema 7 ára gamla stúlku á brott af leikvelli í Funafold í Grafarvogi. Faðir stúlkunnar greinir frá þessu á Facebook, þar sem hann biðlar til allra í Foldahverfi að skoða myndavélakerfi sín.

Maðurinn gekk að stúlkunni á leikvellinum og spurði hana hvort hún vildi sjá hundana hans. Þegar stúlkan svaraði neitandi þá tók hann hana upp og gerði sig líklegan til að ganga með hana á brott. Stúlkan öskraði, fór að gráta og sparkaði í punginn á honum. Maðurinn sleppti þá stúlkunni og hljóp á brott.

„Þađ voru engin vitni ađ atburđinum en hennar lýsing á manninum er þessi: Dökkhærđur, brún augu, milli 170 cm til 180 cm. Íklæddur gráum íþróttabuxum og grárri peysu. Hún sagđi hann vera eitthvađ freknóttan. Mađurinn er íslendingur. Ég biđla til allra í foldahverfi ađ skođa myndavélakerfi sín sem kynnu ađ hafa tekiđ eitthvađ upp. Mögulega dyrasímakerfi Ring e.t.c. viđ munum ekki gefast upp fyrr en þessi mađur finnst,“ skrifar faðir stúlkunnar, Ragnar Örn.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram