Ríflega 1,3 milljón raddsýna í Lestrarkeppni grunnskólanna 2022

Lestrarkeppni grunnskólanna er lokið og safnaðist ríflega 1,3 milljónir raddsýna sem er stórkostlegur árangur og 100% aukning milli ára. Svo sannarlega magnað að upplifa hvað skólar landsins tóku við sér í keppninni. Gríðarleg spenna myndaðist á lokasprettinum og var síðasti dagur keppninnar sá langstærsti til þessa, en þá lásu keppendur inn 487.936 setningar.  Alls tóku 118 skólar þátt og lögðu 5.652 manns sínum skóla lið í þessari keppni.

Salaskóli sigraði í flokki A, flokki stærri skóla, og lásu 703 keppendur 107.075 setningar.

Smáraskóli bar sigur úr í býtum í flokki B, sem inniheldur skóla af miðstærð, og las jafnframt mest allra í keppninni eða 236.470 setningar en 914 einstaklingar tóku þátt fyrir hönd skólans.

Hörð keppni var í flokki C, flokki smærri skóla, en þar sigraði Höfðaskóli með 153.288 setningar lesnar lesnar af 353 keppendum.

Jafnframt eru veitt þrenn aukaverðlaun fyrir framúrskarandi árangur með tilliti til fjölda setninga sem hver skóli las, þvert á flokka. Sandgerðisskóli náði framúrskarandi árangri en þar lásu 593 einstaklingar 208.535 setningar. Öxarfjarðarskóli og Gerðaskóli fá einnig verðlaun fyrir framúrskarandi árangur. Í Öxarfjarðarskóla lásu 285 keppendur 147.189 setningar og fyrir Gerðaskóla tóku 406 einstaklingar þátt og lásu 89.336 setningar.

Almannarómur og Háskólinn í Reykjavík þakka öllum sem tóku þátt í keppninni og lögðu sitt að mörkum. Vefurinn samrómur.is verður opinn áfram og hvetjum við öll til að halda áfram lestri inn í gagnagrunninn og leggja þannig sitt af mörkum fyrir framtíð íslenskunnar. 

Auglýsing

læk

Instagram