Rúv borgar 5000 evrur í sekt fyrir Hatara og Palestínufánann

Auglýsing

EBU hefur komist að niðurstöðu vegna framgöngu Hatara í grænaherberginu í Eurovision þegar þeir drógu fram trefla í fánalitum Palestínu. En ákveðið hefur verið að sekta Rúv vegna þessa atviks. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Rúv nú í dag.

Sektin nemur 5000 evrum að því er segir í svari Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV, við fyrirspurn Vísis. Það gerir tæpar 700 þúsund krónur en það er lágmarkssekt sem EBU leggur á sjónvarpsstöðvar brjóti þær reglur keppninnar.

Rúv er þeirrar skoðunar að sjónvarpsstöðvar sem taka þátt í keppninni geti aldrei alveg komið í veg fyrir að listamenn á þeirra vegum muni gera eitthvað eða segja sem stangast á við reglur keppninnar. Kom Rúv þess vegna á framfæri mótmælum við EBU um fyrirætlanir um sekt þar og lýsti yfir óánægju sinni um fyrirhugaða niðurstöðu.

Rúv er engu að síður stolt af framlagi sínu þetta árið og telur að atriði Hatara hafi verið glæsilegt og fengið verðskuldaða athygli. Sektin frá EBU mun ekki hafa frekari eftirmála og mun Rúv taka þátt í keppninn á næsta ári.

Auglýsing

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram