Samsung kynnir nýja snjallsíma- og spjaldtölvulínu

 Í dag kynnir Samsung nýtt flaggskip í farsímalínu sinni sem kemur í þremur útgáfum: Galaxy S22, S22+ og S22 Ultra. Samtímis kynnir Samsung nýjan flokk spjaldtölva, Galaxy Tab S8, S8+ S8 Ultra, sem eru fjölhæfustu spjaldtölvur fyrirtækisins til þessa. 

Magnaðar myndavélar að nóttu sem degi
Galaxy S22 farsímalínan bíður upp á snjöllustu myndavél Samsung til þessa, sem útbúin er nýjustu gervigreindartækni Samsung sem tryggja góð myndgæði – að nóttu sem degi. Með nýjum næturstillingum fást myndir með 23% hærri upplausn en þannig verða smáatriði skýrari og litir fangast betur svo að myndefnið sker sig úr, jafnvel í myrkri.

Galaxy S22 og S22+ eru með 50 MP aðalmyndavélar, 10 MP aðdráttarlinsu og 12 MP gleiðhornslinsu. Galaxy S22 Ultra er enn næmari og hentar í raun atvinnuljósmyndurum rétt sem áhugafólki, með 108 MP aðalmyndavél, 12 MP gleiðhornslinsu og tvöfalda 10 MP aðdráttarlimsu. Galaxy S22 Ultra býður einnig upp á að breyta til að mynda ISO stillingum og hraða ljósops. „Við hjá Samsung erum stöðugt að reyna að hækka mörkin á úrvalstækjum okkar. Galaxy S22 Ultra býr yfir virkni Galaxy Note og lykilþáttum S-línunnar og sameinar þá í einstakri snjallsímaupplifun. Þetta er stökk í átt að farsímatækni framtíðarinnar og setur ný viðmið fyrir snjallsíma almennt„, segir Claus Holm, forstjóri Samsung í Danmörku. Auk þess er vert að taka fram að S-penninn, sem nú fylgir öllum símum í línunni, er viðbragðsfljótasti S-penninn hingað til og opnar nýja möguleika til sköpunar á farsímum.

 Fjölhæfasta spjaldtölva til þessa

Galaxy Tab S8 lína spjaldtölva kemur með bættri upptökutækni með gleiðlinsu í frammyndavél, þremur hljóðnemum og sjálfvirkri stillitækni sem staðsetur þig fyrir miðju myndarinnar og tryggir faglega myndsímtalsupplifun. Nýju línunni fylgir einnig betrumbætt vinnslugeta og nýjar lausnir sem tryggja að hægt sé að vinna í fleiri öppum samtímis. „Einn mikilvægasti eiginleiki spjaldtölvunnar er skjárinn. Eftir margra ára nýsköpun í farsímaupplifun vildum við færa mörk þess sem hægt er með spjaldtölvu,“ segir Claus Holm en Tab S8 og S8+ eru með frábæra og stóra skjái. 

Ofurlétt og örugg tæki

Bæði Galaxy S22 lína farsíma og nýja Galaxy Tab S8 lína spjaldtölva eiga það sameiginlegt að vera búnar til úr örþunnu Armor Aluminium áli, sem er þynnsta, léttasta og sterkasta umgjörð sem Samsung hefur boðið upp á hingað til. Þá eru þær einnig báðar búnar Knox Vault öryggisbúnaði til að vernda enn betur gögn notenda. Að lokum má nefna að bæði hinir nýju snjallsímar og spjaldtölvurnar hafa endingarbetri rafhlöður sem hægt er að hlaða með 45W hraðhleðslu (S22+ síminn er reyndar undanskilinn þar).

Auglýsing

læk

Instagram