Sautján ára sonur Sinéad O’Connor látinn: „Barnið mitt. Ég elska þig svo mikið“

Söngkonan Sinéad O‘Connor greindi frá andláti sautján ára sonar síns á Twitter í dag.

Þar skrifar hún: „Fallegi sonur minn, Nevi’im Nesta Ali Shane O’Connor, ljós lífs míns, ákvað að enda sína jarðnesku baráttu í dag og er núna með Guði. Megi hann hvíla í friði og megi enginn fylgja fordæmi hans. Barnið mitt. Ég elska þig svo mikið. Farðu í friði.“

Aðeins tveir dagar eru síðan tilkynnt var um hvarf hans frá Tallaght-sjúkrahúsinu í Dublin, en þar var hann innritaður á sjálfsmorðsvakt.

Auglýsing

læk

Instagram