Segja að samkomubann verði hert á ný og tveggja metra reglan sett á aftur

Í dag mun Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynna þær aðgerðir sem settar verða á til varnar frekari útbreiðslu á COVID-19. Sóttvarnalæknir hefur skilað inn minnispunktum til Svandísar og verða þessar aðgerðir byggðar á þeim tillögum.

Þrátt fyrir að þessar tillögur hafi ekki verið gerðar opinberar hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að samkomubann verði hert á ný og að tveggja metra reglan verði sett á aftur.

Ef úr þessu verður munu aðgerðirnar hafa áhrif á hinar ýmsu fyrirhuguðu samkomur um verslunarmannahelgina.

Auglýsing

læk

Instagram