Síðsumarstemming í Listasal Mosfellsbæjar

Myndlistarhópurinn MOSI opnar sýninguna Síðsumarstemming föstudaginn 6. ágúst kl. 16-18 í Listasal Mosfellsbæjar. Hópurinn var stofnaður árið 2014 og er skipaður fimmtán frístundamálurum,þrettán þeirra sýna verk sín á þessari fjórðu samsýningu hópsins. Flestir úr hópnum eru Mosfellingar en þó eru nokkrir úr nálægum sveitarfélögum.

Þótt Covid-19 hafi sett strik í reikninginn undanfarið er hópurinn almennt séð mjög virkur, hittist eitt kvöld í viku á vinnustofu sinni í Mosfellsbæ til að stunda myndlist og fær reglulega til sín gestakennara. Á sýningunni Síðsumarstemming eru olíumálverk sem gerð voru sérstaklega fyrir þessa sýningu. Íslensk náttúra og litafegurð hennar, ekki síst á þessum árstíma, skipa stóran sess í verkunum.

Sýnendur eru:

Alma Björg Baldvinsdóttir
Anna Kristín Einarsdóttir
Ásvaldur Kristjánsson
Baldvin Viðarsson
Elísabet Guðmundsdóttir
Guðmundur Rúnar Guðbjarnarson
Gunnar St. Gunnarsson
Gurli Geirsson
Hólmfríður Jóhannesdóttir
Kristín Sverrisdóttir
Louisa Sigurðardóttir
Svafa Kristín Pétursdóttir
Þorgerður S. Guðmundsdóttir

Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar og notast er við sama inngang. Sýningin er opin kl. 12-18 virka daga og kl. 12-16 á laugardögum. Síðasti sýningardagur er 3. september. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Gott hjólastólaaðgengi er að salnum.

Auglýsing

læk

Instagram