Síminn Cyclothon 2021

Auglýsing

Íslenskt veðurfar var svo sannarlega í liði með keppendum Símans Cyclothon í ár þó hjólað hafi verið frá frostmarki og yfir 20 gráðum í Mývatnssveit og mátti meðvindurinn á stundum vera meiri.
Eftir rúmlega 1.350 km leið hringinn í kringum Ísland var það Team Cube sem kom fyrst í mark í liðakeppni karla á tímanum 37:02:29, lið Ljóssins í öðru sæti á 38:34:39 og loks Team Sensa í þriðja sæti á tímanum 39:12:38.
Í flokki blandaðra liða kom lið Storytel fyrst í mark á tímanum 39:10:16 en Jake Catterall kláraði einstaklingskeppnina á 63:26:34. Okkar uppáhaldslið í Hjólakrafti kom á mark á tímanum 57:23:42.
„Okkar fólk í Símaliðinu kláraði á 42:21:30, við erum stolt af þeim eins og reyndar alla aðra daga.
Keppnin verður haldin að ári dagana 21. – 24. júní 2022,“ segir í tilkynningu frá Símanum.
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram