Skilaði inn minnisblöðum í morgun: „Við erum komin með gott hjarðónæmi“

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði inn tveimur minnisblöðum í dag til heilbrigðisráðherra. Á öðru þeirra eru tillögur að aðgerðum innanlands og á hinu er tillögur á aðgerðum á landamærum. Þessu greindi Þórólfur frá í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun.

„Við erum komin með gott hjarðónæmi, það er alveg klárt en við erum kannski ekki komin með alveg fullt hjarðónæmi í þessa yngstu aldurshópa, ég myndi gjarnan vilja sjá svona 60-70% þátttöku þar og við erum bara að ná því núna á næstu tveimur vikum eða svo,“ sagði hann.

„Ég hef reynt að leggja áherslu á það að við förum okkur bara hægt og örugglega í þessum afléttingum öllum. Hættan sem ég sé núna er að við gætum fengið eitthvað bakslag í þennan yngri aldurshóp,“ segir Þórólfur. „Við viljum ekki sjá það gerast þegar við erum að komast yfir marklína að við rekum tærnar í og dettum.“

Auglýsing

læk

Instagram