Auglýsing

Sofum betur – Vitundarvakning um mikilvægi svefns

Málþing verður haldið í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á morgun klukkan 12.00, föstudaginn 1. október. Yfirskrift málþingsins er Sofum betur – og er verið að hleypa af stokkunum vitundarvakningu um mikilvægi svefns. Um er að ræða samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Landlæknisembættisins.

Góður svefn er öllum nauðsynlegur til að geta tekist á við viðfangsefni dagsins. Svefn hefur meðal annars jákvæð áhrif á ónæmiskerfið, á námsgetu og einbeitingu, hjálpar heilanum að festa upplýsingar í minni og er nauðsynlegur fyrir vöxt og þroska barna.

Dagskrá:
Vitundarvakning um mikilvægi svefns

– Alma D. Möller, landlæknir
Áhersla á svefn í Lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar
– Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
Betri svefn – betri líðan
– Erla Björnsdóttir, svefnsérfræðingur, framkvæmdastjóri Betri svefn
„Hún hefur sagt mér að vaka og vinna“ Svefn og svefnvenjur barna og ungmenna út frá niðurstöðum Rannsókna & greiningar
– Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu

Fundarstjóri: Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis

Fundurinn verður einnig í beinu streymi. Linkur á streymi verður aðgengilegur hér þegar nær dregur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing