today-is-a-good-day

Spjarasafnið sigraði Spjaraþonið

Nú er Spjaraþoni, hugmyndasmiðju Umhverfisstofnunar um textílvandann, lokið!

Hugmyndin Spjarasafnið stóð uppi sem sigurvegari eftir tveggja daga hugmyndavinnu. Spjarasafnið er einskonar Airbnb fyrir fatnað og gerir notendum kleift að leigja út og fá lánaðar flíkur til skamms tíma og eftir hentisemi. Teymið samanstóð af Ásgerði Heimisdóttur, Dagnýju Guðmundsdóttur, Katrínu Edda Óskarsdóttur, Patriciu Önnu Thormar og Sigríði Guðjónsdóttur.

Dómnefnd skipuðu Eliza Reid, forsetafrú, Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Kristján Mikaelson, frumkvöðull og framkvæmdarstjóri Rafmyntaráðs Íslands og Magnea Einarsdóttir, fatahönnuður og eigandi merkisins MAGNEA.

Spjaraþon Umhverfisstofnunar er liður í verkefnum undir Saman gegn sóun sem er úrgangsforvarnarstefna umhverfis- og auðlindaráðherra. Í stefnunni er textíll í brennidepli árin 2020 og 2021. Í dag hófst einnig átakið Notað er nýtt (#notadernytt) á samfélagsmiðlum þar sem fólk er hvatt til að deila myndum af vel nýttum fötum. Hvetjum alla til að fylgja þeim á Instagram og Facebook og skoða heimasíðuna samangegnsoun.is.

Auglýsing

læk

Instagram