today-is-a-good-day

Stefnt er á að opna skóla landsins eftir páska

Grunn-, fram­halds- og há­skól­um lands­ins var lokað í síðustu viku í þeim til­gangi að hindra út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar hér inn­an­lands.

Í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að ef vel takist að halda kórónuveirufaraldrinum niðri hér á landi næstu daga, verði hægt að hefja skólastarf að nýju strax eftir páska.

„Ég er að vinna að minnisblaði í samráði við heilbrigðisráðuneytið og menntamálaráðuneytið varðandi það hvað tekur við í skólum eftir páska. Ég held að við þurfum endilega að koma þessu af stað og vonumst til þess að faraldurinn haldist bara niðri og að við verðum á góðum stað þannig að við getum haldið áfram að aflétta tiltölulega hratt, þar á meðal í skólunum,“ sagði Þórólfur.

Auglýsing

læk

Instagram