Stöðvuðu bíl með naglamottu

Lögreglumenn á Suðurlandi handtóku í gærkvöldi þrjá einstaklinga á bíl sem þeir eru taldir hafa stolið á Rangárvöllum.

Var þeim veitt eftirför eftir Suðurlandsvegi að Selfossi en þeir sinntu ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og óku á tímabili á yfir 140 km/klst hraða. Að endingu óku þeir yfir naglamottu sem komið var fyrir við Selfoss og voru í framhaldi af því handteknir og færðir á lögreglustöð.

Auglýsing

læk

Instagram