Stofnandi Gamma kærður fyrir hættulega árás á konu

Annar stofnanda GAMMA Capital Management, Gísli Hauksson, hefur verið kærður til lögreglu fyrir lífshættulega árás. Kærandinn er fyrrverandi sambýliskona Gísla og á árásin að hafa átt sér stað á heimili þeirra í vor. Greint er frá þessu á vef Fréttablaðsins

Sam­kvæmt heim­ild­um Fréttablaðsins er Gísl­a gef­ið að sök að hafa beitt kon­un­a of­beld­i, tek­ið hana kyrk­ing­ar­tak­i og þrengt hætt­u­leg­a fast og leng­i að háls­i henn­ar.

Tvö ár eru síðan Gísli lét af störfum hjá GAMMA en hann átti yfir 30% hlut í félaginu þegar Kvika banki keypti það sumarið 2018, fyrir 2,4 milljarða. Gísli er formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins og situr einnig í framkvæmdarstjórn flokksins.

Auglýsing

læk

Instagram