Syngur Billie Eilish nýja Bond lagið?

Auglýsing

Sönkonan unga Billie Eilish hefur verið orðuð við þemalag nýjustu Bond myndarinnar. En Bond kvikmyndin, No Time To Die, er væntanleg í kvikmyndahús í apríl á þessu ári.

Sögusagnir um það að Eilish syngi þemalag nýjustu Bond myndarinnar hafa ekki fengið staðfestar en slúðurblöð hafa keppst við að birta sögur þess efnis. Söngkonan sjálf hefur ýjað að því og hún setti meðal annars inn myndir af nokkrum af aðalleikkonum fyrri Bond kvikmynda, í Instagram „sögu“ sína, en skrifaði ekkert við myndirnar.

Ef Eilish, 18 ára, er listamaðurinn á bak við þemalag No Time To Die verður hún yngst þeirra sem hefur sungið Bond-lag. Sam Smith var 23 ára þegar Writing´s On The Wall kom úr og sönkonan Adele var 24 ára þegar hún söng í Skyfall.

Hér má sjá stikluna úr myndinni.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram