Biðin er senn á enda! Ný stikla úr Bond kvikmyndinni sem verður frumsýnd í haust

Auglýsing

Beðið hefur verið með eftirvæntingu eftir nýjustu Bond kvikmyndinni, No Time To Die. Myndin er sú 25. í röðinni og er þetta í sjötta og jafnframt síðast skipti sem leikarinn Daniel Craig fer með hlutverk James Bond.

Leikkonan Lashana Lynch fer með hlutverk útsendara bresku krúnunnar, 007, og fleiri leikarar sem koma fram í kvikmyndinni eru Rami Malek, Ralph Fiennes, Christoph Waltz, Ana de Armas og Naomie Harris.

Upphaflega stóð til að frumsýna No Time To Die í apríl á síðasta ári en frumsýningunni hefur verið frestað nokkrum sinnum síðan þá vegna kórónuveirufaraldursins. Nú styttist í að kvikmyndin verði frumsýnd en stefnt er á frumsýningu í október. Af því tilefni er komin í birtingu glæný stikla úr myndinni.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram