Systur unnu í Lottó

Fimm vinningshafar voru með 1.vinning í áttfalda Lottó pottinum síðastliðinn laugardag og skiptu með sér rúmlega 131 milljón króna.

Það voru tvær lukkulegar systur með sitthvorn vinnings miðann sem mættu til Íslenskrar Getspár á mánudaginn. Önnur þeirra hafði keypt vinningsmiðann í Happahúsinu Kringlunni en hin á heimasíðu Getspár, lotto.is .  Báðar hafa þær keypt þessa röð í mörg ár enda tengjast tölurnar fjölskyldunni órjúfanlegum böndum. Svo skemmtilega vildi til að önnur þeirra átti einmitt afmæli á laugardaginn og var nýbúin að setjast fyrir framan sjónvarpið þegar hún sá tölurnar birtast á skjánum, hún ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum og hringdi að sjálfsögðu strax í systur sína til að kanna hvort hún hefði ekki örugglega líka keypt sömu röð, sem og hún hafði gert og því hlýtur hvor þeirra 26.379.360 skattfrjálsar krónur.

Þriðji vinningshafinn var með sínar tölur í áskrift en ennþá eru tveir ósóttir vinningar, annar keyptur í Hagkaup Furuvöllum og hinn Hjá Jóhönnu á Tálknafirði. Við hvetjum því alla sem keyptu miða á þessum stöðum að skoða vel og vandlega hvort þar leynist vinningur.

 

Auglýsing

læk

Instagram