„Það á ekki að kjósa mig af því að ég er kona, það á að kjósa mig af því að ég er maður”

Fyrsti lýðræðislegi kosni kvenforsetinn og sú kona sem lengst hefur setið á forsetastóli, Vigdís Finnbogadóttir, er gestur í næsta þætti af Með Loga.

„Það á ekki að kjósa mig af því að ég er kona, það á að kjósa mig af því að ég er maður, og innan orðsins maður er bæði karl og kona.”

Vigdís átti sér þann æskudraum að verða skipstjóri, það má segja að æskudraumurinn hafi að einhverju leyti ræst því að vera forseti er nokkurs konar skipstjórastarf.

Vigdís talar með opinskáum hætti um þær áskoranir sem hún þurfti að mæta í starfi og í einkalífinu og hvernig hún mætti alltaf hlutunum með jákvæðnina að leiðarljósi.

Logi kemur í Sjónvarp Símans Premium á fimmtudag og verður sýndur sama dag línulegri dagskrá kl. 20:10.

Auglýsing

læk

Instagram