Þriðja barnið á leiðinni

Tónlistarmaðurinn John Legend og fyrirsætan Chrissy Teigen, eiga von á sínu þriðja barni. Fyrir eiga þau fjögurra ára gamla stelpu, Luna, og tveggja ára gamlan dreng, Miles.

Orðrómur um óléttuna fór af stað í vikunni eftir að Legend frumsýndi nýtt tónlistarmyndband þar sem Teigen heldur um magann á sér. Teigen staðfesti óléttuna í gær þegar hún setti inn myndband af sér á Twitter.

Auglýsing

læk

Instagram