Þrír skiptu með sér bónusvinningnum

Enginn var með allar Lottótölurnar réttar í útdrætti vikunnar og verður potturinn því tvöfaldur næsta laugardag.

Þrír skiptu með sér bónusvinningnum og fær hver þeirra rúmlega 142 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Happahúsinu í Kringlunni, á lotto.is og einn er í áskrift.

Þá voru tveir miðahafar með 2. vinning í Jóker og fá 100 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var keyptur í Olís í Borgarnesi og hinn er í áskrift.

Auglýsing

læk

Instagram