„Þú skalt ekkert vera að hafa fyrir því að senda okkur línu á meðan að þú ert í burtu”

Veðurstofan kveður veturinn í skemmtilegri færslu á Facebook síðu stofnunarinnar en Sumardagurinn fyrsti er á morgun, fimmtudag.

„Já, vertu sæll vetur! Hér er örlítil viðvaranasinfónía í rauðum dúr með broti af því besta – eða versta – til að kveðja þig minn kæri. Við vitum að þú kemur aftur þannig að þú skalt ekkert vera að hafa fyrir því að senda okkur línu á meðan að þú ert í burtu,” segir í færslunni.

„Í mesta lagi kannski eitt skeyti og þá bara sem fyrst svo að við höfum einhverja hugmynd um hvað þú verður lengi í burtu. Auðvitað eru góðar minningar um ágætis samverustundir inn á milli, en okkur finnst þú hafa verið full frekur á athygli í þetta skipti og óskum við þess að þú hugsir þinn gang. Það er ekki endalaust hægt að vísa ábyrgðinni á aðra, loftslagsbreytingarnar eru orðnar þreyttar á því. Við vonum að þú njótir fjarverunnar. Það biðja allir að heilsa og sérstakar kveðjur færðu frá jarðhræringunum.”

Auglýsing

læk

Instagram