Tilkynning um innbrot í Kópavogi – Var að reyna að komast út

Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot í verslun í Kópavogi um klukkan hálf fimm í nótt. Þegar á vettvang var komið reyndist maður vera inni í versluninni.

Viðkomandi hafði sofnað á salerni verslunarinnar í gærkvöldi og hóf að reyna að komast út eftir að hann vaknaði. Fór þá þjófavarnarkerfið í gang.

Auglýsing

læk

Instagram