Tind­er kynn­ir nýjan neyðar­hnapp

Stefnu­móta­for­ritið Tind­er hef­ur til­kynnt að not­end­ur þess í Banda­ríkj­un­um fái brátt aðgang að neyðar­hnappi í for­rit­inu, sem mun gera þeim kleift að gera yf­ir­völd­um viðvart telji þeir sig vera í hættu­leg­um aðstæðum.

Notendur verða tengdir öryggisforritinu Noonlight og komast þannig í samband við neyðarlínu, þegar ýtt er á hnappinn.

Fleiri öryggisráðstafanir eru í bígerð hjá Tinder t.d. sann­próf­un mynd­efn­is not­enda, sem mun fel­ast í því að gervi­greind met­ur ljós­mynd­ir sem not­end­ur hlaða inn í for­ritið og ber sam­an við ljós­mynd sem tek­in er af not­and­an­um í raun­tíma. Fá þeir notendur sem standast prófið einskonar skjöld sem sannar fyrir öðrum notendum að myndirnar séu af þeim.

Auglýsing

læk

Instagram