Tónlistarmaðurinn Meat Loaf er látinn

Tónlistarmaðurinn Meat Loaf er látinn, 74 ára að aldri.

Meat Loaf fæddist í Dallas og hét réttu nafni Michael Lee Aday. Hann var best þekktur fyrir tónlist sína en platan hans Bat Out of Hell, sem kom út árið 1977, hefur selst í 43 milljónum eintaka. Einnig kom hann fram í kvikmyndum á borð við Fight Club, Wayne’s World og Spiceworld the Movie.

Ekki er vitað um dánarorsök en hann er sagður hafa látist á heimili sínu með fjölskylduna sér við hlið.

Auglýsing

læk

Instagram