Auglýsing

Trausti Laufdal og Sálarsöngurinn

Trausti Laufdal sendi frá sér á dögunum tvö ný lög sem kallast Doktor blús og Sálarsöngur.

Þetta eru fyrstu lögin sem Trausti gefur út síðan fyrsta sólóplata hans kom út árið 2013. Áður en sú plata kom út var hann söngvari og gítarleikari í hljómsveitinni Lokbrá.

Bæði lögin eru í blúsaðri kantinum og er umfjöllunarefnið blákaldur blúsinn.
Hver og einn glímir við sína eigin tegund af blús en í þessu tilfelli er það baráttan við geðraskanir og skömmina sem því miður fylgir svo oft.

Blúsinn er í eðli sínu baráttutónlist og þegar þessi hrái Ameríski andi mætir kaldri íslenskri tungunni gerist eitthvað gullfallegt.

Með þessum lögum vill Trausti benda öllum þeim sem eitthverntíman á lífsleiðinni glíma við andlega erfiðleika , stóra eða smáa að hika ekki við að leita sér hjálpar og vera stolt af því.

Lögin eru að finna á öllum helstu streymisveitum og er frítt niðurhal á soundcloud.com/trausti-laufdal

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing