Tveir miðahafar voru með 2. vinning í Jóker

Enginn var með 1. vinning í EuroJackpot í gærkvöldi og flyst því vinningsupphæðin yfir á 1. vinning í næstu viku. Fimm miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmar 56,1 milljónir króna. Miðarnir voru allir keyptir í Þýskalandi. Sjö miðahafar skiptu svo með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 14,1 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Noregi, Ungverjalandi, Póllandi, Finnlandi og tveir í Tékklandi.

Tveir miðahafar voru með 2. vinning í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning hvor. Miðarnir voru báðir keyptir í Lottó appinu.

Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 4.346.

Auglýsing

læk

Instagram