Auglýsing

Tvítugur og gefur út plötu á morgun um allan heim – Slökkviliðsmenn höfðu áhrif á lag sem fengið hefur 700.000 spilanir á Spotify

Tvítuga tónskáldið og píanóleikarinn Gabríel Ólafs gefur á morgun, 30. ágúst, út sína fyrstu plötu en hún ber nafnið AbsentMinded. Platan verður þá aðgengileg unnendum píanótónlistar um allan heim í gegnum helstu streymisveitur á borð við Spotify og iTunesPlatan kemur einnig út á vínyl og geisladisk á fjölmörgum markaðssvæðum, en það er breska útgáfufyrirtækið One Little Indian sem stendur að úgáfunni. Gabríel skrifaði undir plötusamning hjá fyrirtækinu í fyrra en það hefur meðal annars gefið út tónlist Bjarkar um árabil og einnig nokkurra fleiri íslenskra tónlistamanna.  

 

Lag af plötunni sem nefnist “Staircase Sonata” hefur á stuttum tíma hlotið yfir 700.000 spilanir á Spotify og hefur unga tónskáldið vakið athygli í erlendum fjölmiðlum víðsvegar um Evrópu. Lagið samdi Gabríel þegar mikill stormur skall á og það flæddi vatn inn í stúdíóið hans. Þá báru slökkviliðsmenn píanóið hans út á gang þar sem honum líkaði hljómburðurinn vel og skírði hann því lagið eftir stigaganginum.

Í tilefni útgáfunnar mun Gabríel halda lokaða útgáfutónleika í Mengi á Óðinsgötu á morgun. Í framhaldinu mun hann spila á tónleikum í Evrópu og Bandaríkjunum, en einnig mun hann leika lög af plötunni á Iceland Airwaves hátíðinni núna í nóvember.

 „Ég er mikið fyrir að ímynda mér hluti og leyfi huganum að reika. Titillag plötunnar er mér mjög kært, ég hef verið með laglínuna í því í hausnum síðan ég var 14 ára, þó ég hafi ekki endanlega klárað það fyrr en í ár,” segir Gabríel í fréttatilkynningu frá One Little Indian.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing